gangurgamliNú er svo komið, að um hádegi á miðvikudag lýkur kennslu haustannar og nemendur hefja próflesturinn. Hér er talað um próflestur sem upprifjun á námi og námsefni annarinnar, ekki frumlestur.  Vissulega er það svo, að vægi prófanna í lokaeinkunn fyrir einstakar greinar hefur farið frekar minnkandi , en það er þó yfirleitt það mikið, að það skiptir umtalsverðu máli. 
Milli prófa er að jafnaði einn og hálfur dagur, nema þar sem helgi er á milli. Hver bekkur tekur fimm til sex próf.
Nemendur eru hvattir til að nýta vel þann tíma sem gefst til upprifjunar, en þó svo að þeir gæti að því að hvílast eðlilega. Helst ber þeim að varast að vaka og reyna að lesa nóttina fyrir próf. Það hafa sést allmörg dæmi um að slíkt hafi ruglað fólk í ríminu frekar en nokkuð annað.
Til að brjóta upp prófatímann verða litlu jólin haldin mánudagskvöldið 5. des. og síðan er hátíðarmatur í hádeginu fimmtudaginn 8. des.

 

Þetta er tími til að njóta:

– gleðinnar af að leggja að baki áfanga annarinnar.
– andrúmslofts í aðdraganda jóla.
– sambýlisins við samnemendur og samstarfsmenn
pms

(myndin er af gamla gangi og sést inn í bókasafnið við enda gangsins. Þar má greina forstöðumanninn ef grannt er skoðað.)