Veikindatilkynningar og leyfisbeiðnir fara í gegnum INNU, mætingakerfi framhaldsskólanna. Forráðamenn skrá sig inn á INNU með rafrænum skilríkjum.
Nemendur sem eru orðnir 18 ára þurfa að skila inn vottorðum vegna veikinda. Aðgangur foreldra/forráðamanna á INNU lokast sjálfkrafa þegar nemandi verður 18 ára. Nemandi getur hins vegar veit foreldrum/forráðamönnum aðgang að INNU. Það leyfi er veitt í gegnum INNU-svæði nemandans.
Þegar sótt er um lengri leyfi þarf að hafa þetta í huga:
„Leyfi sem við veitum nemendum eða foreldrum fyrir þeirra hönd taka einvörðungu til skólasóknar, þ.e. fjarvistastig eru felld niður, en ekki til þess sem fram fer innan veggja skólastofunnar og tengist náminu. Við vekjum athygli á því að námsmat byggir í flestum greinum æ meir á vinnu nemenda yfir önnina og samvinnu þeirra. Því er það á ábyrgð nemenda að vera í góðu sambandi við kennara um þann tíma sem þeir eru fjarverandi. Þá vekjum við athygli á því að raunmæting má ekki vera minni en 76%. Raunmæting er skólasókn áður en dregið er frá vegna leyfa eða veikinda.“
Nemandinn þarf að vera í góðu sambandi við sína kennara vegna þess tíma sem hann verður fjarverandi. Þegar ferðir sem þessar eru skipulagðar er best fyrir nemendur að ræða fyrir fram við kennarana (með góðum fyrirvara) til þess að engir árekstrar verði.