Í áfanganum er lögð áhersla á kraft- og liðleikaþjálfun nemenda í formi leikja og hópíþrótta. Einnig verður farið yfir íþróttameiðsl og helstu ástæður þeirra. Farið verður yfir mikilvæga þætti þjálfunar sem koma að styrk og fá nemendur að kynnast æfingum sem byggja upp stoðkerfi líkamans, þeim kynnt rétt líkamsbeiting og fjölbreytni þeirra æfinga sem í boði eru. Nemendur fá einnig að kynnast liðleikaþjálfun og mikilvægi hennar í heildarmyndinni.
Námsgrein:
Hreyfing og heilsa
Þrep:
1. þrep
Einingafjöldi:
1 eining
Forkröfur:
Engar