Í áfanganum er lögð áhersla á fjölbreytta upphitun, leiki og svo almenna líkamsrækt. Nemendur fá að kynnast ólíkum æfingum sem byggja á uppbyggingu þols- , liðleika- og styrkar. Einnig er lögð áhersla á heilsuvernd og fá nemendur að kynnast aðferðum sem stuðla að heilbrigðum lífsstíl.

Námsgrein: 
Hreyfing og heilsa
Þrep: 
1. þrep
Einingafjöldi: 
1 eining
Forkröfur: 
Engar