Nauðsynlegt er að láta vistarvörð vita í símanúmer 6625622 þegar nemandi yfirgefur Laugarvatn. Öryggis vegna er mikilvægt að vistarverðir viti af ferðum nemenda út af svæðinu. Nemendur undir 18 ára aldri þurfa leyfi foreldra/forráðamanna til að yfirgefa Laugarvatn.
Nemendur sem eru á vistunum yfir helgi þurfa að skrá sig á helgarlista mötuneytis ML. Nemendur þurfa að framvísa helgarkorti við hverja máltíð. Kortin fást hjá skólafulltrúa/ritara og eru þau þá gjaldsett á viðskiptareikning viðkomandi nemanda í mötuneytinu.