Nauðsynlegt er að nemendur séu með sínar eigin fartölvur til náms.  Nemendur fá Office 365 pakka í fartölvur sínar endurgjaldslaust á meðan að á skólagöngu stendur.

Þráðlaust netsamband er í skólahúsi og á heimavistum og geta nemendur tengst því.

Nemendur hafa aðgang að tölvu og prentara á bókasafni skólans.

Í upphafi skólaárs fá nemendur 300 blaða prentkvóta fyrir veturinn.

Eitt þeirra gjalda sem greiða þarf er tölvuþjónustugjald.  Prentkvótinn er inni í því gjaldi auk netsambands á heimavistum.  Aðgangur netsambandi í skólahúsinu er innifalinn í innritunargjaldi nemenda.

Við upphaf skólagöngu er nauðsynlegt að nemandi sé með rafræn skilríki, en þess er krafist til innskráningar í umsjónarkerfi Innu og til undirritunar skjala vegna skráningar inn í skólann.

Eins fær nemandinn aðgang að Menntaskýinu við innskráningu í skólann. Menntaskýið er sameiginlegt skýjasvæði framhaldsskólanna og Háskóla Íslands og þar hafa nemendur sitt tölvupóstfang á meðan námið við ML stendur.