Nemendur á heimavistum eru í fastafæði í mötuneytinu virka daga. Um helgar nota þeir helgarkort (sjá kostnaður við ML) sem versla þarf hjá skólafulltrúa/ritara og eru þau þá gjaldsett á viðskiptareikning viðkomandi nemanda í mötuneytinu.

Þær máltíðir sem eru innifaldar í fastagjaldi mötuneytis eru: morgunverður, hádegisverður, síðdegishressing og kvöldverður mánudaga til fimmtudaga að viðbættum morgunverði og hádegisverði á föstudögum.