Categories:
Kennarar í upphafi annar,
O365 fyrir kennara
n
Til að panta stofu eða tæki þá er farið í dagatalið í O365 Online, sjá einnig almennar leiðbeiningar um dagatalið hér
nnnn
Smella á Ný dagbókarfærsla til að stofna nýja færslu
nnnnnnnn
Dagbók – Velja í hvaða dagbók færslan á að vera
T.d. Dagbók fyrir fundi sem þú stendur fyrir
T.d. Kennarar ML fyrir fundi sem allir kennarar eru boðaðir á
Bæta við titli – hér þarf að skrifa heiti fundar/atburðar
Þátttakendur – Í þessum reit eru valdir þeir þátttakendur sem eiga að vera á fundinum. Hér þarf að muna eftir að setja stofuna/rýmið sem þátttakanda, þegar það er gert sést til hægri hvort stofan/rýmið er laust eða ekki.
Skipulag til hægri – hér má sjá hvort þátttakendur sem búið er að bjóða á fund eru uppteknir eða ekki. Einnig sést hér hvort stofan/rýmið er laust
Dagsetning og tími – hér þarf að stilla tímasetningu fundar
Endurtaka: – hér er hægt að stilla hvort atburðurinn er endurtekinn með vissu millibili t.d. vikulega
Staðsetning – hér er valið það rými sem verið er að panta.
ATH að það þarf að setja rýmið í þátttakendur til að panta það.
Minna mig á: – hér er hægt að stilla áminningu
Lýsing eða skjöl – hér þarf að setja t.d. fundarboðið og þau fylgiskjöl sem þátttakendur þurfa fyrir fundinn.
Senda– smella á senda til að ljúka við skipulagningu
nnnnnnnn
Athugið að hægt er að skoða Dagskráraðstoð Einnig er hægt að stilla hvort sýna eigi þig sem einstakling upptekinn eða ekki þegar pöntunin fer fram.
nnnn
Staðfestingarpóstur ætti að berast strax eftir pöntun.