Leiðbeiningar um hvernig best er að setja upp og samhæfa OneDrive við einkatölvu.
Á Windows tölvum er best að fara í leitargluggan, neðst til vinstri og skrifa Onedrive
- Þá ætti þetta tákn að koma upp
Á MAC book vélum gæti þurft að hala forritinu niður og setja það upp.
Þegar forritið er opnað þá opnast þessi gluggi
Skrifið inn skóla netfangið @ml.is og smellið á Sign in
Þá kemur lykilorðaglugginn og þið skrifið lykilorðið inná skóla netfangið
Þá kemur þessi gluggi og þið smellið á Next
Því næst kemur möguleiki um að velja þær möppur sem synkast, þarna er hægt að haka úr þær möppur sem þið viljið bara geyma í skýinu t.d. persónulegar möppur og mjög stórar möppur ef þær eru ekki notaðar í daglegri vinnu.
Þá ætti allt að vera klárt og mappa í tölvunni opnast sem er tengd við skýið