Þeir nemendur sem eru með ofnæmi eða fæðuóþol verða að láta yfirmann mötuneytis vita. Sveinn Ragnar Jónsson matreiðslumeistari er bryti Mötuneytis ML og hægt er að ná samtali við hann á nýnemadegi eða senda honum tölvupóst með upplýsingum um ofnæmi eða óþol á svennikokkur@ml.is
Nemendur eru hvattir til að borða næringarríka og holla fæðu. Holl og góð orka er nauðsyn þeim sem stunda krefjandi nám. Morgunverður er mikilvæg máltíð og því hvetjum við nemendur til að nýta sér morgunverðarhlaðborðið sem er í boði alla virka daga. Góð næring, hreyfing og góður svefn eru lykill að velgengni í námi.