Í byrjun ágúst munu umsjónarmenn heimavistar raða nemendum á herbergi, en fyrir þann tíma er mikilvægt að nýnemar sem hafa sérstakar óskir um herbergisfélaga, eða aðrar óskir varðandi herbergi, komi þeim á framfæri á netfangið heimavist@ml.is eða í síðasta lagi 10. ágúst.

Við skipulag á heimavistum er reynt að verða við óskum allra um herbergisfélaga, en aldrei tekst að uppfylla þær allar.