Áfanginn byggir að talsverðu leyti á sjálfstæðum vinnubrögðum nemenda, heimildaleit, verkefnavinnu, úrvinnslu og framsetningu efnis. Teknir eru fyrir valdir atburðir úr sögu 19. og 20. aldar. Til grundvallar liggja 8 efnisflokkar og miðað er við að kennari velji í það minnsta 6 efnisflokka til umfjöllunar. Þeir eru: Iðnbylting og verkalýðsbarátta, lýðræðisþróun á 19. og 20. öld, þjóðríki og þjóðernisstefna, heimsvaldastefna og nýlendustefna, fyrri heimsstyrjöld og millistríðsárin, síðari heimsstyrjöld og Helförin, Kalda stríðið, velferðarþjóðfélagið og þróun þess.
Námsgrein:
Saga
Þrep:
2. þrep
Einingafjöldi:
5 einingar
Forkröfur:
SAGA2FR05