Þann 10. maí fóru nemendur í jarðfræði í 4N út fyrir bæjarmörkin til að taka þátt í tilraunaverkefni með Landvernd og Landgræðslunni. Þetta er verkefni til margra ára þar sem mismunandi landgræsluaðferðir eru prófaðar á rofnu landi. Í haust munu nemendur svo athuga hvað hefur virkað best: skítur, moð, lífrænn úrgangur, grasfræ, melgresi, áburður eða sambland af þessu. Í framtíðinni má svo nýta þekkinguna til að rækta upp landið.
Þegar heim var komið fór fram afhending á nýjum Grænfána. Rannveig Magnúsdóttir frá Landvernd afhenti umhverfisnefnd skólans fánann, viðurkenningarskjal og skjöld með merki Grænfánans. Þetta er þriðji Grænfáni skólans og erum við öll hreykin af því. Að vera Grænfánaskóli þýðir að við reynum vinna með náttúruvernd á öllum stigum starfseminnar, hvort heldur sem er í ræstingum, mötuneyti, sorplosun, námi eða öðru.
HG