Ungir bændur komu í heimsókn í lífsleiknitíma hjá fyrsta bekk í gær. Jóna Þórunn Ragnarsdóttir ráðunautur og Kjartan G Jónsson bóndi í Grafningi sögðu frá félagi ungra bænda.
Það er greinilega öflug samstaða og fjörugt félagslíf hjá þessari starfsstétt. Þau fræddu okkur líka um mikilvægi matvælaframleiðslu og fæðuöryggis, verndun ræktarlands og fleira.
Margir nemendur í ML koma úr sveit og einhverjir hafa hug á því að leggja fyrir sig búskap. Það hafa því eflaust margir sperrt eyrun.
Freyja