Í dag fimmtudag, komu ungir jafnaðarmenn í heimsókn í stjórnmálafræði tíma hér í ML. Óhætt er að segja að þau hafi farið svolítið óhefðbundna leið í að koma sínum málum á framfæri, en byrjað var á því að fara í stuttan leik. Að því loknu hófust almennar stjórnmálaumræður. Myndin sem fylgir hér með er frá upphafi fundar, þegar nemendur voru fengnir til að bregða á leik.
Helgi Helgason