Nemendur í umhverfis- og vistfræði á 1. ári tóku þátt í landskeppninni Ungt umhverfisfréttafólk. Keppnin er hluti af alþjóðlegri keppni sem ber heitið Young Reporters for the Environment (YRE). Sigurvegarar íslensku keppninnar fá að senda verkefnin sín áfram í þá keppni.

Við vorum að fá tilkynningu um að tvö verkefni okkar hafi komist áfram í undanúrslit. Það eru verkefnin:

  • Það sem allir ættu að vita og velta fyrir sér (eftir Hafdísi Jóhannesdóttur Danner, Ásdísi Björgu Ragnarsdóttur og Arnheiði Diljá Benediktsdótttur) og
  • Fatateppi (eftir Guðnýju Salvöru Hannesdóttur, Emblu Sól Hilmarsdóttur, Sigríði Ósk Jónsdóttur og Þóru Björgu Yngvadóttur)

Í næstu viku fáum við að vita hvort þessi verkefni verði í verðlaunasæti og þann 6. maí kl. 13 verður úrslitunum streymt. Hægt verður að skoða verkefni nemenda og kynningarmyndbönd þeirra á vefsíðu og facebook- síðu Landverndar innan skamms.

Til hamingju og megið þið vera okkur hinum fyrirmynd í umhverfismálum!

Heiða Gehringer og Vera Sólveig Ólafsdóttir, umhverfisfræðikennarar