Þessa dagana vinnur starfsfólk að undirbúningi nýs skólaárs og dagskrá næstu daga liggur fyrir.
Föstudaginn 18. ágúst er kennarfundur.
Mánudaginn 21. ágúst kl. 13:00 mæta nýnemar í skólann ásamt foreldrum/forráðamönnum. Kl. 14:00 koma foreldrar/forráðamenn á fund í matsal með stjórnendum, námsráðgjafa og húsbónda á heimavist. Á meðan á fundi stendur mun stjórn nemendafélagsins fylgja nýnemum um skólahúsnæðið og nágrenni, og kynna starfsemi nemendafélagsins og félagslíf innan skólans.
Þriðjudagur 22. ágúst er nýnemadagurinn. Dagskrá dagsins er þannig að fyrir hádegi er nýnemum kynnt ýmislegt sem viðkemur starfi skólans. Eftir hádegi er síðan óvissuhópefli, ætlað til að nemendur kynnist innbyrðis. Síðdegis fara eldri nemendur svo að tínast á staðinn.
Formleg skólasetning verður miðvikudagsmorgun 23. ágúst og í framhaldi hefst kennsla samkvæmt stundaskrá.
Nú eru 173 nemendur skráðir í nám við skólann. Af þeim eru 59 nýir nemendur, 57 á öðru ári, 43 á þriðja ári og 22 á fjórða ári. Búið er að deila nemendum, sem verða á heimavist, niður á herbergi í heimavistarhúsunum Nös, Kös og Fjarvist. Einnig verða nokkrir eldri nemendur í þremur íbúðum í fjölbýlishúsi í þorpinu, sem er tilkomið vegna þarfar fyrir aukið vistarrými.
vs