Undirbúningur skólaársins 2022-2023 er nú í fullum gangi og starfsfólk skólans koma til starfa eftir sumarleyfi einn af öðrum. Nú er spennandi vetur framundan og við erum farin að hlakka til að fá nemendur í hús og glæða byggingarnar lífi.  

Tekið verður á móti nýnemum í 1F og 1N mánudaginn 22. ágúst og gert ráð fyrir að þeir mæti um kl. 11:00. Nýnemum og forráðamönnum þeirra verður boðið upp á léttan hádegismat frá kl. 12:00-13:00 og í kjölfarið verður fundur með nýnemunum og forráðamönnum þeirra kl. 13:30. Fundur með stjórnendum skólans, námsráðgjafa og húsbónda á heimavist verður í matsal skólans en stjórn nemendafélagsins Mímis fundar með nemendum í félagsaðstöðu nemenda kl. 14:00 

Það er nauðsynlegt að foreldrar eða forráðamenn fylgi börnum sínum þennan dag, í nýju umhverfi og ekki síður til að funda með stjórnendum skólans, námsráðgjafa, húsbónda á heimavist og umsjónarkennurum.  

Nýnemar og foreldrar/forráðamenn þeirra fá tölvupóst með ýmsum gagnlegum upplýsingum. 

Eldri nemendur mæti á heimavist þriðjudagseftirmiðdaginn 23. ágúst. 

Skólasetning verður í matsal skólans miðvikudaginn 24. ágúst kl. 8:30 og mun kennsla hefjast í kjölfarið samkvæmt stundatöflu.