Óðum styttist í að skólaárið 2021-2022 hefjist.
Nýnemar, nemendur í 1F og 1N, eiga að mæta í skólann mánudaginn 23. ágúst, n.k. á tímabilinu klukkan 11:00-13:30. Þá fá þeir lykla að herbergjum sínum afhenta og geta komið farangri sínum fyrir á vistum. Fundur hefst með stjórnendum skólans, námsráðgjafa og húsbónda á heimavist kl. 14:00 í matsal skólans og verður fundur umsjónarkennara í kjölfarið með foreldrum/forráðamönnum. Stjórn nemendafélagsins Mímis mun leiðsegja nýnemum um húsakynnin þegar fundur með foreldrum/forráðamönnum hefst klukkan 14:00.
Nýnemum og foreldrum/forráðamönnum þeirra er boðið upp á léttan hádegismat frá klukkan 12:00.
Það er nauðsynlegt að foreldrar eða forráðamenn komi með börnum sínum, bæði til að fylgja þeim í nýtt umhverfi og til að funda með stjórnendum skólans, námsráðgjafa, húsbónda á heimavist og umsjónarkennurum.
Vegna sóttvarnareglna getur eingöngu einn fullorðinn með hverjum nýnema setið fundinn! Grímuskylda verður á fundinum.
Nýnemar eiga von á bréfi í landpósti sem inniheldur ýmsar upplýsingar m.a. þvottanúmer hvers einstaklings.
Eldri nemendur mæti á heimavist þriðjudagseftirmiðdag 24. ágúst.
Kennsla hefst skv. stundatöflu 8:15 miðvikudaginn 25. ágúst.
Stjórnendur