Heilbrigðisráðuneytið gaf út nýja reglugerð sem tók gildi 21.ágúst og gildir til 29.september.

Nálægðartakmörkun í framhalds- og háskólum

Í framhalds- og háskólum verður heimilt að hafa 1 metra á milli einstaklinga án þess að andlitsgrímur séu notaðar. Þar skal sótthreinsa sameiginlegan búnað og snertifleti minnst einu sinni á dag og áhersla skal lögð á einstaklingsbundnar sóttvarnir.

Eins voru skólunum sendar leiðbeiningar á túlkun reglugerðarinnar og nánari útlistanir á takmörkunum s.s. milli skilgreindra hólfa, á heimavistum og í mötuneytum.

Vegna þessarar reglugerðar og leiðsagnar þar að lútandi getum við hafið skólastarf en það er ljóst að skólahaldið verður ekki með hefðbundnum hætti.

 • 24. ágúst kl. 11:00: Nýnemar í 1F mæta með foreldrum/forsjáraðilum sínum á fund með stjórnendum í matsal skólans. Lyklaafhending til þeirra verður kl. 9-11.
 • 24. ágúst kl. 14:00: Nýnemar í 1N mæta með foreldrum/forsjáraðilum sínum á fund með stjórnendum í matsal skólans. Lyklaafhending til þeirra verður kl. 12-14.
 • 25. ágúst:  Nýnemadagur – nánari dagskrá verður kynnt á fundi og auglýst í skólanum.
 • 26. ágúst: Skólasetning.  Kennsla hefst síðan formlega hjá nýnemum samkvæmt stundatöflu þeirra. Staðnámi hjá þeim lýkur í fyrstu lotu föstudaginn 4. september og hefja þau fjarnám/fjarvinnu mánudaginn 7. sept.

Sjá að öðru leyti svonefnt ágústbréf sem sent var í tölvupósti á netföng nýnema og foreldra/forsjáraðila þeirra.

 • 31. ágúst (mánudagur):  Kennsla hefst hjá 2. og 3. bekk hefst samkvæmt stundatöflum þeirra.  Kennsla mun fara fram í Teams.

 •  7. september (mánudagur):  3. bekkur kemur í skólann, verður í staðnámi og fer heim eftir þá vikuna.

 •  14. september (mánudagur):  2. bekkur kemur í skólann, verður í staðnámi og fer heim eftir þá vikuna.

 • 21. september (mánudagur):  1. bekkur kemur aftur í staðnám.  Áætlað er að þau verði tvær vikur í staðnámi þá lotuna.

Skipulag þetta miðast við að koma til móts við reglugerðir og leiðsögn og til að reyna að lágmarka hættu á að smit komi upp.

 • Víðsvegar um skólann og heimavistir er sótthreinsibúnaður.
 • Við hvetjum nemendur til að sótthreinsa sig reglulega og þvo hendur reglulega.
 • Það er búið að raða upp stólum og borðum í stærri stofur þannig að nemendur sitja með a.m.k. eins metra millibili.
 • Mötuneyti er starfrækt með breyttu sniði.
 • Starfsmenn/nemendur munu bera grímur þegar þess er þörf vegna öryggis.
 • Það er mikilvægt að allir fylgi eins metra reglunni í skólanum og á heimavistum.

Það ríkir heimsfaraldur og við minnum alla á að fara eftir sóttvarnareglum.   Reglurnar geta breyst og því er nauðsynlegt að fylgjast með upplýsingum á heimasíðu skólans og í tölvupósti. Munum að fyrirmæli stjórnvalda geta breyst með stuttum fyrirvara.

Skólameistari