Nýtt útlit forsíðu vefsinsEins og glöggir netverjar hafa tekið eftir hefur heimasíða ML fengið upplyftingu. Þar sem árásum frá ýmsum kimum alnetsins fór sífjölgandi var nauðsynlegt að uppfæra heimasíðuna. Bjartari litir eru nú meira ráðandi en áður og ýmsar smávægilegar breytingar ættu að hafa gert síðuna skýrari og notendavænni. Núna er til að mynda hægt að deila fréttum síðunnar á facebook og eru lesendur hvattir til að gera það. Elín Jóna Traustadóttir hjá TRS hafði umsjón með uppfærslu síðunnar.

ÁH