aheit

Fimmtudaginn 6. apríl n.k. ætla nemendur á útskriftarári Menntaskólans að Laugarvatni að standa fyrir fjáröflun fyrir útskriftaferð sína til Thailands. Um er að ræða afar skemmtilegt og óhefðbundið áheitahlaup en nemendur leituðu til skólameistara síns, Halldórs Páls Halldórssonar við verkefnið.

Markmið þeirra er að draga Halldór Pál skólameistara í Sulky hestvagni uppsveitahringinn. Lagt verður af stað kl. 09:00 um morguninn frá skólanum og áætlaður tími til baka er kl. 19:00 en leiðin er um 64 km. Alls verða 28 nemendur sem taka þátt en 2-4 nemendur hlaupa í einu. Pálmi Hilmarsson húsbóndi féllst á að keyra rútu með þreyttum og sveittum menntskælingum en með í för verður einnig björgunarsveitarbíll.
Nemendur þakka öllum sem tóku þátt og skora á ML-inga, unga sem aldna að styrkja þetta skemmtilega verkefni.

Hægt er að nálgast frekari upplýsinga á Facebook viðburðinum hér https://www.facebook.com/events/1784695708514539/

Guðbjört Angela Mánadóttir