Um helgina fór útivistarvalið á 1. ári í sína árlegu skálaferð. Ferðinni var heitið í Bása í Þórsmörk. Nemendur höfðu sjálfir valið skoðunarstaði á leiðinni í Þórsmörk og varð Gljúfrabúi og Stakkholtsgjá fyrir valinu.
Seinni daginn gekk hópurinn Hestagötur og niður Kattarhrygg.
Skálavörður í Básum vildi sérstaklega koma því á framfæri að þessi hópur væri til fyrirmyndar í alla staði, einmitt það sama og okkur fararstjórunum fannst . Skemmtileg ferð með skemmtilegum hóp.
Hallbera