Dagana 20. – 21. september fóru nemendur í ÚTV 172 í útvistarferð að Básum í Goðalandi. Gist var eina nótt í skála Útivistar og var aðstaða og útbúnaður þar til fyrirmyndar. Á föstudegi gengu nemendur lengri göngu þar sem þeir fengu nasasjón af þeirri náttúruperlu sem Þórsmörk og svæðið þar í kring hefur að geyma. Gangan gekk nokkuð hægt en örugglega og komust allir ómeiddir og hressir heim í skála. Þar var grillað og haldin kvöldvaka en nemendur sáu alfarið um undirbúning og frágang.
Á laugardagsmorgni var gengið inn í Stakkholtsgjá, snætt nesti og síðan haldið heim á leið með viðkomu við Seljalandsfoss. Það voru nokkuð hressir en þreyttir nemendur sem kvöddust svo um kaffileytið á laugardag eftir viðburðarríka og skemmtilega daga á fjöllum. Björgunarsveitin Dagrenning á Hvolsvelli fær lof í lófa fyrir góða reddingu, en þeir aðstoðuðu okkur við að ferja nokkra nemendur til og frá Básum báða dagana.
Helga Kristín