Útivistarval 1. árs fór í dagsgöngu að Laugarvatnshellum. Við gengum frá skólanum meðfram fjöllunum að Laugarvatnshellum þar sem Erla beið eftir okkur með dýrindis nesti. Eftir að hafa matast og hvílt okkur aðeins lögðum við af stað til baka og gengum gamla Gjábakkaveg. Gangan var um 15 km og komu þreyttir en sælir nemendur í Eldaskálann að ferð lokinni og gæddu sér á hamborgurum. Eftir matinn var öllum boðið að fara í Fontana. Þetta var skemmtileg ganga í fallegu haustveðri eins og myndirnar hérna sýna.
Hallbera útivistarkennari