hopur holaskogur2010Fyrir hádegið í héldu um 40 nemendur, langflestir úr 1. bekk, í fyrstu ferðina sem er hluti af útivistarvali. Ferðinni er heitið inn í Þjórsárdal og þaðan í Laxárgljúfur. Það verður gist í skálanum í Hólaskógi í nótt. Reynsla undanfarinna ára hefur ótvírætt sýnt fram á gildi þess að taka þátt í starfi eins og þarna fer fram. Bara það að læra að klæða sig eftir aðstæðum, reynist vera heilmikil lexía sumum þátttakenda. Sem fyrr völdu nánast allir nýnemar að taka þátt, enda feikilegt hópefli sem fylgir þessu námi. Frekari fregnir af ferðinni berast eftir helgi.
pms