utskrif_2010Útskrift Menntaskólans að Laugarvatni verður laugardaginn 21. maí n.k. kl. 14 í Íþróttahúsinu.  Útskrifaðir verða 35 nýstúdentar, 16 af Félagsfræðabraut, 5 af Málabraut og 14 af Náttúrufræðabraut. Búist er við fjölmenni á útskrift, aðstandendum nýstúdenta, júbilöntum ásamt starfsmönnum skólans. Um kvöldið verður hátíðarkvöldverður og skemmtun Nemendasambands ML, NEMEL, og hafa tæplega 200 júbilantar, útskrifaðir stúdentar frá skólanum fyrir 5, 10, …, 50 og 55 árum, boðað komu sína. Reiknað er með að um 150 þeirra gisti á heimavistum skólans um nóttina og þiggi síðan samkvæmt hefð morgunverð daginn eftir hjá skólameistarahjónunum í Garði.