Útskrift og skólaslit Menntaskólans að Laugarvatni verða laugardaginn 6. júní og hefst hátíðardagskrá kl. 14:00 í íþróttahúsinu. 39 verðandi nýstúdentar útskrifast og verður athöfninni streymt á vefnum.

Slóðin inn á streymið er https://ml.is/utskrift-2020/

Vegna takmörkunar í samkomubanni verða eingöngu 200 manns í húsinu og ganga fjölskyldur brottfarenda fyrir. Pláss verður þó fyrir starfsmenn skólans en því miður ekki aðra gesti s.s. júbilanta.

Skólameistari