Útskrift og skólaslit Menntaskólans að Laugarvatni verða í íþróttahúsinu laugardaginn 26. maí n.k. og hefst athöfnin klukkan 12:00.
Brautskráðir verða 65 verðandi nýstúdentar, 22 úr fjórða bekk og 43 úr þriðja bekk. Tveir árgangar útskrifaðst í vor þar sem þriggja ára kerfi til stúdentsprófs hefur verið innleitt. Útskrifast nú seinasti fjórða bekkjar árgangurinn í sögu skólans og fyrsti þriðja bekkjar árgangurinn.
Vænta má fjölda gesta á útskrift, fjölskyldna dimittenda, júbilanta og annarra gesta. Um kvöldið verður hátíðarkvöldverður júbilanta, margir þeirra gista síðan á vistum skólans og daginn eftir, sunnudaginn 27. maí, bjóða skólameistarahjónin þeim til morgunverðar í Garð samkvæmt hefð.
Hph