Fámennur en góðmennur hópur ML-inga lagði í ferð í Skillandsdal, ofan Ketilvalla þriðjudaginn 13. September síðastliðinn. Gengið var af stað frá ML um tjald- og hjólhýsasvæði, þaðan í gegnum sumarhúsabyggð í Giljareitum og upp í Fagradal og þaðan rakleiðis í Skillandsdal þar sem tjaldað var í gamalli, hlaðinni steinrétt. Kveiktur var eldur inni í hellisskúta og þar grillaðar pylsur sem runnu ljúflega niður eftir amstur dagsins. Eftir góðan nætursvefn var gengið niður með Skillandsá að Ketilvöllum þangað sem Erla Þorsteinsdóttir sótti lúna en sæla göngugarpa. Ferðin heppnaðist í alla staði vel og gaman að ferðast með jákvæðum og skemmtilegum hópi.
Smári Stefánsson
Myndir í myndasafni.