IMG_3273Á meðan á Dagamun stendur, eða dagana 9-10 mars, sendir útvarp Benjamín út dagskrá. Útsendingar eru á FM103.7 og 89.9. Nemendur sjá alfarið um útvarpið og hefur skapast skemmtileg hefð í kringum útvarpsstarfið. Útvarpsstjóri í ár er Júlíus Grettir Margrétarson og hefur hann fengið til liðs við sig marga góða dagskrárgerðarmenn. Meðal dagskrárliða eru t.d. þættirnir Á bak við spegilinn og Sprell og gaman 2: Reloaded. Dagskránna í heild sinni má finna hér og hefst útvarpssendingin kl. 12:00 í dag, miðvikudag, með ávarpi skólameistara.