SFR stéttarfélag stendur árlega, ásamt VR og Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar, fyrir vali á stofnun eða fyrirtæki ársins.
Að þessu sinni lenti ML í 14 sæti af 146 stofnunum og í 8 sæti í flokki meðalstórra stofnana og þetta er árangur sem við getum verið, og erum, harla stolt af. 65% starfsmanna tóku þátt í könnuninni.
Þættir sem mynda niðurstöðurnar eru: trúverðugleiki stjórnenda, starfsandi, launakjör, vinnuskilyrði, sveigjanleiki, sjálfstæði í starfi, ímynd stofnunar, ánægja og stolt.
pms