ljodafolkVísnakvöld 1. bekkjar var haldið þriðjudagskvöldið 24. apríl í matsal skólans. Skólinn veitti kaffi og kökur og foreldrum, öfum og ömmum var boðið ásamt kennurum og öðru starfsfólki skólans. Krakkarnir lásu og sungu ljóð sín, auk þess sem nokkur ljóð voru á veggspjöldum. Vísnakvöldið var liður í náminu í ÍSL 203 sem Guðmundur Sæmundsson kennir nú á vorönn.

 Þórður Helgason ljóðskáld og fræðimaður í ljóðagerð var gestur vökunnar og veitti hann í lok hennar verðlaun fyrir þrjú ljóð. Fyrstu verðlaun hlaut Hákon Gíslason í 1N fyrir tvær snjallar, rétt kveðnar ferskeytlur. Önnur verðlaun fengu þær Svanhildur Sigríður Mar og Maríanna Svansdóttir í 1N fyrir ljóð sem þær sömdu við erlent lag og sungu. Þriðju verðlaun fékk svo Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir 1F fyrir óhefðbundið ljóð á veggspjaldi. /GSæm