Á föstudag voru afhent verðlaun fyrir góðan árangur í Lífshlaupi framhaldsskólanna, en ML náði þar góðum sigri. Skólameistari, Halldór Páll Halldórsson og tveir nemendur, þær Eyrún Lind Árnadóttir og Árný Magnúsdóttir veittu verðlaununum viðtöku fyrir hönd skólans. Á meðfylgjandi mynd eru þau í fremri röð, vinstra megin. Þetta er fréttatilkynning sem var send út af þessu tilefni þessu:
Lífshlaup framhaldsskólanna er heilsu- og hvatningarverkefni á vegum Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Í verkefninu eru nemendur og starfsmenn framhaldsskóla landsins hvattir til að auka sína daglega hreyfingu eins og kostur er. Verkefnið fór fram í annað sinn dagana 3.-16. október 2013. Alls voru 10 skólar sem tóku þátt með 1774 þátttakendur. Verðlaunaafhending fór fram í hádeginu í dag í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Þeir skólar sem náðu bestum árangri í sínum flokki fengu afhentan viðurkenningarskjöld.
Samstarfsaðilar Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands í Lífshlaupi framhaldsskólanna eru mennta- og menningarmálaráðuneytið, Embætti landlæknis og Advania.
Úrslit má sjá hér að neðan.
Úrslit í Lífshlaupi framhaldsskólanna í hverjum flokki fyrir sig voru:
0 – 399 nemendur og starfsmenn
Sæti | Skóli | Þátttökudagar |
1. sæti | Menntaskólinn að Laugarvatni | 2,96 |
2. sæti | Framhaldsskólinn á Húsavík | 2,74 |
3. sæti | Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra | 0,1 |
*Alls voru 3 skólar skráðir til leiks í þessum flokki
400 – 999 nemendur og starfsmenn
Sæti | Skóli | Þátttökudagar |
1. sæti | Kvennaskólinn í Reykjavík | 0,25 |
2. sæti | Fjölbrautaskóli Vesturlands | 0,04 |
*Alls voru 2 skólar skráðir til leiks í þessum flokki
1000 o.fl. nemendur og starfsmenn
Sæti | Skóli | Þátttökudagar |
1. sæti | Borgarholtsskóli | 1,75 |
1. sæti | Fjölbrautaskólinn við Ármúla | 1,75 |
2. sæti | Verkmenntaskólinn á Akureyri | 0,17 |
3. sæti | Menntaskólinn í Kópavogi | 0,13 |
*Alls voru 5 skólar skráðir til leiks í þessum flokki
-pms