trophyÍ síðustu viku var settur upp nýr skápur til að halda utan um verðlaunagripi sem nemendur skólans næla í, í ólíkustu greinum. Gamli skápurinn náði engan veginn að sinna hlutverki sínu með viðunandi hætti og því varð hann að víkja fyrir þessum yngri bróður sínum. Sá skartar glerhillum, flauelsbaki og lýsingu – með öðrum orðum: afar glæsilegur skápur, sem er auðvitað talsvert stærri en sá sem vék. 

Nú er boltinn hjá nemendum – það er enn pláss í skápnum.

 

 

 

pms