Miklar líkur eru á að verkfall framhaldsskólakennara hefjist mánudaginn 17. mars. Nú þegar þetta er ritað, að kvöldi 16. mars, er gengið að því sem vísu að skólahald falli niður á morgun.
Nemendur og aðstandendur þeirra eru hvattir til að fylgjast með fréttum í fjölmiðlum, en fréttir um gang mála berast ekki fyrr né tíðar til stjórnenda framhaldsskólanna en til fjölmiðla.
Fréttir um horfur verða settar inn á heimasíðu skólans eftir því sem nauðsyn er og þurfa þykir.
hph