vortonleikarÞað var pakkfullt í Héraðsskólahúsinu í gærkvöld, þegar kór skólans blés til vortónleika. 180-200 tónleikagestir gerðu góðan róm að því sem fram var borið undir röggsamri stjórn Eyrúnar Jónasdóttur. Auk kórsins stigu fram einir 10 harla efnilegir einsöngvarar og 4 hljóðfæraleikarar. Það má ljóst vera, að á einum vetri hefur Eyrún náð miklum árangri og það verður að teljast gleðiefni að hún hefur tekið að sér áframhaldandi uppbyggingu kórsins næsta vetur.

Tónleikarnir voru haldnir í Héraðsskólahúsinu, sem enn bíður þess að fá hlutverk við hæfi. Þessari glæsilegu byggingu hefði örugglega þótt ánægjulegt að fá að vera iðandi af mannlífi þetta fagra vorkvöld, ef hún væri þannig innréttuð. 

-pms

myndir frá tónleikunuim í myndasafni