v logfraediferd

Nemendur sem nú eru á lokaári sínu í þriggja ára kerfi gafst kostur á meira vali en áður hefur verið í ML. Einn valáfanginn skiptist í þrjár lotur, lögfræði, bókfærslu og hagfræði, og hann stunda 22 nemendur, bæði af náttúruvísindabraut og félags- og hugvísindabraut.

Fimmtudaginn 14. september lagði hópurinn af á Selfoss í morgunsárið. Fyrsta stopp var hjá Sverri Sigurjónssyni, héraðsdómslögmanni, hjá LAND lögmönnum. Hann gaf innsýn í dagleg störf lögfræðinga, útskýrði t.d. muninn á lögmönnum og lögfræðingum, sagði frá því hversu fjölbreytt málin eru og tók dæmi um mál sem voru á borðinu þann daginn. Sverrir var opinn fyrir spurningum. Sem dæmi voru nemendur forvitin um meðferð sakamála, t.d. varðandi vitnavernd, ábyrgð lögmanna þar sem allir eiga rétt á vernd og hvernig samstarf lögmanna og lögreglunnar væri háttað. Einnig svaraði hann spurningum um það hvernig lögfræðinámið er og margt fleira kom til tals.

Næst lá leiðin í Héraðsdóm Suðurlands sem er í næsta húsi. Sólveig Ingadóttir aðstoðardómari byrjaði á því að lýsa sætaskipan og fyrirkomulagi í réttarsalnum. Hún leiddi okkur svo í allan sannleikann um það hvernig ferlið er þegar mál eru rekin fyrir dómstólum. Afskaplega áhugavert og fróðlegt. Það er mikill fengur í því að fara út fyrir skólastofuna og hitta sérfræðinga á vettvangi. Við þökkum kærlega fyrir móttökurnar.

Fleiri myndir má sjá hér.

Freyja