Þegar þetta er ritað standa síðustu kennslustundirnar fyrir páska, yfir. Flestir nemenda halda því heim á leið innan skamms en þátttakendurnir í leikritinu ætla að sýna á Skógum í kvöld kl. 20 og í Hvolnum á Hvolsvelli á morgun klukkan 17, en þá verður síðasta sýningin á Fiðlaranum á þakinu.
Skólinn hefst að að loknu páskafríi, af krafti og samkvæmt stundaskrá, miðvikudag 3. apríl. Þá taka við afskaplega annasamar vikur í námi og leik, en vorannarpróf hefjast þann 6. maí.
Megið þið öll eiga ánæjulega daga um páskana, og safna kröftum til að takast á við lokasprettinn.
Gleðilega páska.
– pms