12973278 1380598291966338 7190018633627649574 oFulltrúar okkar í Söngkeppni framhaldsskólanna stóðu sig með afbrigðum vel, voru okkur til sóma og við erum stolt af þeim.  Atriðið þeirra lenti í þriðja sæti, en var kosið vinsælasta atriðið í símakosningu.

Það voru þau Guðbjörg Viðja Antonsdóttir, Aron Ýmir Antonsson, Elva Rún Pétursdóttir, Guðjón Andri Jóhannsson og Sigrún Birna Pétursdóttir sem fluttu Queen-lagið „Somebody to Love“.

Menntaskólinn við Hamrahlíð bar sigur úr bítum í Söngkeppni Framhaldsskólanna í ár og í öðru sæti hafnaði  Fjölbrautaskóli Vesturlands á Akranesi. 

pms