Þrír námsráðgjafar Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi heimsóttu skólann s.l. mánudag til að kynna sér starfsemi hans og aðstöðu alla; skoðuðu heimavistirnar og þvottahúsið, auk þess sem þau funduðu með námsráðgjafa, Grímu Guðmundsdóttur, og þáðu hádegisverð í mötuneytinu. Einum þeirra varð á orði, þar sem hann fylgdist með nemendum streyma í matinn, hve fallegt fólk væri í þessum skóla.
Gestirnir, þau Agnes Ósk Snorradóttir, Álfhildur Eiríksdóttir og Eyvindur Bjarnason, sögðust vera ánægð með að líta upp úr daglegu amstri sínu og sjá hvernig við hefðum það hér við Laugarvatn. Þau buðu nemendum 4. bekkjar á Háskóladag FSu þann 8. mars, en sá dagur er skipulagður af háskólunum í samvinnu við þau.
pms