visnakvoldLjóðakvöld 1. bekkjar í Menntaskólanum að Laugarvatni var haldið í matsalnum 18. apríl síðastliðinn. Allir nemendur á fyrsta ári ortu ljóð af þessu tilefni og buðu foreldrum sínum og öðrum aðstandendum að koma og heyra og sjá afraksturinn. Sumir fluttu ljóðin sín fyrir gesti en aðrir kynntu myndskreytt ljóðaspjöld.

Þórður Helgason skáld var heiðursgestur kvöldsins en hann hitti hópinn fyrir viku síðan og spjallaði við hann um ljóðagerð. Núna kom hann til að sjá hvernig ungskáldunum vegnaði og varð mjög hrifinn. Hann hlustaði á og skoðaði öll ljóðin af mikilli athygli og veitti sex nemendum verðlaun.

 

Í flokki upplesinna ljóða hlutu þau Guðbjörg Hrönn Tyrfingsdóttir, Teitur Sævarsson og Atli Geir Jóhannsson verðlaun og í flokki ljóðaspjalda hlutu þær Hrafnhildur J. B. Sigurðardóttir, Alexandra Ísey Grétarsdóttir og Lilja Kristín Gunnarsdóttir verðlaun fyrir ljóðin sín. Myndirnar tók Hjalti Rafn Sveinsson.

Ingibjörg Jónsdóttir Kolka