Suttmyndin „Die böse Nonne“ varð á dögunum í öðru sæti í stuttmyndasamkeppni á vegum Félags þýzkukennara (FÞ). Höfundar myndarinnar eru Elín Guðrún Þorleifsdóttir (frá Vogum á Vatnsleysuströnd), Guðrún Ósk Friðriksdóttir (frá Hveragerði), Hafdís Ellertsdóttir (frá Flúðum), Sigurlaug Margrét Hafþórsdóttir (frá Ísafirði) og Sóley Tómasdóttir (frá Staðartungu í Hörgárdal). Þær eru allar í 3. bekk félagsfræðibrautar og var stuttmyndagerðin hluti af námi þeirra í þýsku 303. Innilega til hamingju með árangurinn!
Verðlaunaafhending fór fram á uppskeruhátíð þýskunnar í Iðnó föstudaginn 15. mars. Stuttmynd frá Menntaskólanum við Sund bar sigur út býtum og í þriðja sæti var mynd frá Menntaskólanum á Akureyri. Þýski sendiherrann, Thomas Meister, afhenti verðlaunin. Við sama tækifæri fengu vinningshafar í þýskuþraut FÞ verðlaun og síðan fóru fram pallborðsumræður undir yfirskriftinn „Af hverju þýska?“. Jórunn Sigurðardóttir (RÚV) stýrði umræðunum með þekktum einstaklingum úr menningarlífinu sem deildu reynslu sinni af þýsku tungumáli og samskiptum við þýskumælandi fólk og hvaða kosti það hefði að tala þýsku.
Á myndinni má sjá Elínu Guðrún taka á móti verðlaununum, fyrir hönd hópsins, frá þýska sendiherranum. Hægt er að horfa á stuttmyndina um vondu nunnuna hér.
ÁH