líf í myndFyrir allmörgum árum datt einhverjum í 2. bekk í hug að það gæti nú verið gaman að eiga myndir af hópnum í fínu búningunum sem 2. bekkur hvers ár fær sér. Það skipti engum togum; ef góð hugmynd sprettur fram  þá verður hún að hefð í þessum skóla. Því hafa þessar, oft á tíðum, sérkennilegu bekkjarmyndir verið teknar af nemendum í 2. bekk og þær eru teknar enn.

Myndatakan byrjar á hófstilltan hátt, með því fólkið stillir sér upp til myndatökunnar. Því næst snýr hópurinn baki í ljósmyndarann, afklæðist því næst ytra byrði búningsins, snýr sér loks við til hefðbundinnar myndatöku klædd í innra byrði búningsins. Þegar henni er síðan að ljúka fara leikar nokkuð að æsast með því fyrirsætunum er gert að hegða sér með óhefðbundnum hætti fyrir framan myndavélina. Þessi hluti hentar fólki misvel, en ekki verður annað séð en flestir hafi skemmt sér ágætlega, og þá er tilgangnum náð.

pms

hér er afrakstur myndatökunnar