Hefðbundin kennsla fellur niður í Menntaskólanum að Laugarvatni þriðjudaginn 26. janúar.

Fyrir höndum er vinnudagur kennara þar sem farið verður yfir námskrá skólans.

Nemendur dvelja þó á heimavistinni og hafa aðgang að skólahúsnæðinu og munu nýta daginn til náms og skipulags.

Kennsla verður samkvæmt stundatöflu aðra daga þessarar viku.

Annar bekkur hefur verið frá 18. janúar í kennslu í Héraðsskólanum en í næstu viku mun fyrsti bekkur taka við

af þeim í Héraðsskólanum og annar bekkur kemur aftur í aðalbyggingu ML.

Gott samkomulag er við umsjónarmenn Héraðsskólans og afar ánægjulegt fyrir ML-inga að fá að kynnast

þessu fallega húsi sem setur sterklega sinn svip á Laugarvatn.

Jóna Katrín Hilmarsdóttir  skólameistari