Vortónleikar í HveragerðiskirkjuVortónleikar kórs ML voru í Hveragerðiskirkju í gærkvöld og auðvitað hefði kirkjan þurft að vera stærri. Þarna var um að ræða lokapunktinn á starfi kórsins í vetur og hann gerir ekkert nema stækka og vaxa. Stjórnandinn, hún Eyrún Jónasdóttir, hefur einstakt lag á að virkja hæfileikana sem búa í kórfélögum og úr varð fjölbreytt og skemmtileg kvöldstund. 
Fjölmargir einsöngvarar stigu á stokk, hljóðfæraleikarar lituðu sönginn með sínum hætti, hver bekkur fyrir sig flutti atriði auk þess sem piltarnir og stúlkurnar fluttu sitt lagið hvort.
Á facebook-síðu skólans má sjá myndskeið frá tónleikunum

MYNDIR  

pms