ÍtalíuhópurEftir vel heppnaða ferð til Ítalíu þar sem kórmeðlimir urðu brúnir og sætir eftir sólina þar hélt kórinn frábæra vortónleika í síðustu viku.

Á Ítalíu hélt kórinn tvenna tónleika. Sungu í sal Carducci menntaskólans í Bolzano og í Sant‘ Agostino klausturkirkjunni í Muri Gries. Óhætt er að segja að þau voru skólanum til sóma enda var þeim hrósað fyrir góða framkomu hvert sem farið var. En það var ekki bara sungið í ferðinni, það var líka farið í rússíbana í Gardalandi, verslað og hið magnaða útsýni í Bolzano var skoðað úr kláfi. Þvílík fegurð sem þar var að sjá, en myndir segja meira en þúsund orð. Við látum því nokkrar myndir fylgja hér með og bendum ykkur jafnframt á instagram og fésbókar síðu menntaskólans þar sem fleiri myndir eru:

https://www.instagram.com/menntaskolinnadlaugarvatni/

 https://www.facebook.com/mlsidan/

Kórinn söng svo á vortónleikunum fyrir fullum sal af fólki í Skálholtskirkju fimmtudaginn 26. apríl og í Guðríðarkirkju í Grafarholti daginn eftir. Gestir voru ekki sviknir af góðri dagskrá undir stjórn Eyrúnar Jónasdóttur sem á heiður skilið fyrir að ná slíkum samhljóm og gleði með kórnum. Íslensk þjóðlög voru áberandi enda það sem þau vildu bjóða upp á í Ítalíu, má þar nefna lög eins og: Ísland farsælda frón, Land míns föður og Heyr himnasmiður. Bergrún Anna fór svo á kostum í einsöng í laginu: Evening Rise og fékk undirrituð gæsahúð við þann flutning. Gleðin var við völd í laginu Baba Yetu sem er faðir vorið á Swahíli, kórmeðlimir stigu í léttan dans og sumir áhorfendur gátu ekki stillt sig um að dilla sér með enda algjörlega frábært hjá þeim. Forsöngvarar í því lagi voru: Davíð Kári, Hermundur, Ívar Haukur, Ólafur Bjarni og Arndís Hildur. Slagverk sáu þau Halldór Friðrik, Ljósbrá, Marta Valdís og Þorgerður Sól um af einskærri innlifun. Þau enduðu svo tónleikana með glæsibrag á laginu: Bohemian Rhapsody. Ekki má gleyma hljómsveit kórsins en þar var Ástráður Unnar á píanó, Halldór Friðrik á trommur, Hörður Freyr og Þórarinn Guðni á bassa og Sölvi Rúnar á gítar.

Sérstakar þakkir fyrir allan stuðninginn og gleðina!  

Hér eru myndir og fleiri eru væntanlegar!

Karen Dögg, verkefnastýra kórs ML.