korfrettVortónleikar kórs Menntaskólans að Laugarvatni verða haldnir í Héraðsskólahúsinu á Laugarvatni  miðvikudaginn 2. maí, kl. 20:30.

Á dagskrá er fjölbreytt íslensk og erlend tónlist og nokkrir kórfélagar syngja einsöng með kórnum.

Aðgangseyrir er hóflegur, en það verður ekki posi á staðnum.

Stjórnandi  kórsins er Eyrún Jónasdóttir.

 Kórinn var stofnaður s.l. haust og hefur komið fram fjórum sinnum  síðan: á tónleikum með Vörðukórnum, í Aratungu í nóvember, á árshátíð skólans og á tónleikum með fyrrum kór skólans í Háteigskirkju í mars og loks söng kórinn nokkur lög þegar mennta- og menningarmálaráðherra  heimsótti Laugarvatn fyrir skemmstu.

 Félagar í kór ML eru 55 eða um þriðjungur nemenda skólans.

(fréttatilkynning)

 – til deilingar á samskiptamiðlum –