1.
Á fimmtudag í síðustu viku komu um 170 grunnskólanemar af Suðurlandi í heimsókn, á árlegum kynningardegi skólans. Allt fór þar fram með hefðbundnum hætti og eftir því sem best er vitað eru báðir aðilar, gestir og gestgjafar, sáttir við hinn að deginum loknum.alexander 1

2. Á fimmtudagskvöld var haldin árleg söngkeppni skólans, ‘Blítt og létt’ og þangað var gestum dagsins boðið. Ekki hefur annað frést af þessum viðburði en að allt hafi farið hið besta fram.

Sigurvegarinn í keppninni um hljóðkútinn var Sigurður Anton Pétursson frá Hvolsvelli. Framslag hans var ‘Feeling Good’ – Michael Bublé. Sigurður keppir síðan fyrir hönd skólans í Söngkeppni framhaldsskólanna á vordögum.

Í öðru sæti varð hópurinn Bjarnveig og Stelpurnar (Bjarnveig Björk Birkisdóttir, Írena Írena Stefánsdóttir, Anna Elísabet Stark og Sunneva Sól Árnadóttir) sem renndu sér í gegnum ‘Tough Lover’ – Etta James.

Í þriðja sæti varð síðan sönghópurinn Hvolpasveitin með Ljósbrá Loftsdóttur í fararbroddi (þessa sveit skipuðu, auk Ljósbrár: Sölvi, Egill, Breki, Sigurður, Halldór, Ástráður og Hörður) með flutningi sínum á ‘Sweet Child o‘ Mine’ – Guns n‘ Roses.

Skemmtilegasta atriðið var einnig valið. Það hnoss hreppti dúettinn The Reid Brothers  (bræðurnir Guðjón Andri og Ólafur Bjarni Jóhannssynir). Ástæða þess var flutningur þeirra á ‘I‘m a Believer’ – Smash Mouth.

3. BOXIÐ (framkvæmdakeppni framhaldsskólann) Eitt liðanna sem tók þátt í undankeppni innan skólans, komst áfram í úrslitakeppni Boxins, sem er framkvæmdakeppni framhaldsskólanna. Það komast aðeins 8 lið áfram hverju sinni og eitt lið frá hverjum skóla. Úrslitakeppnin fer fram  næstkomandi laugardag og upptaka frá henni verður síðan sýnd á RUV í fyllingu tímans.

Liðið frá ML skipa þau: Ívar Örn Sveinbjörnsson, Þorgerður Sól Ívarsdóttir, Haraldur Halldórsson, Jón Oddur Ólafsson og Óttar Haraldsson.  

Þetta verður látið duga í bili.

pms

Nokkrar myndir frá kynningardegi og Blítt og létt.