img_40545Í nóvember ár hvert sækja okkur heim nemendur í grunnskólum á Suðurlandi til að kynnast skólanum og hittast í íþróttakeppni. Þetta er alltaf jafn ánægjulegur dagur, bæði fyrir okkur hér og vonandi gestina líka, reyndar verður ekki dregið í efa að svo sé. Þegar gestirnir koma á staðinn er þeim boðið til hádegisverðar í mötuneyti skólans. Síðan skella allir sér í íþróttahúsið þar sem keppt er í körfubolta pilta og stúlkna og skák.

 

 

 

 

 

Eftir keppnina taka nemendur menntaskólans við gestunum og leiða þá um húsnæði img_40775skólans og koma þá m.a. við hjá kennurum sem hafa útbúið stuttar kynningar á sér og námsgreinunum sem þeir kenna og í bókasafninu. Þá tekur við kvöldverður fyrir gesti og heimafólk áður en allir halda aftur í íþróttahúsið til að fylgjast með söngkeppni ML ‘Blítt og létt’. Þegar hlé er gert á söngkeppninni eru afhent verðlaun fyrir íþróttaafrek dagsins.

 

 

 

 

 

 

img_43015img_43055

 

Körfuboltakeppninni lauk þannig að piltalið Hvolsskóla og stúlknalið Flúðaskóla báru sigur úr býtum.

 

img_43095

Í hraðskákkeppninni tóku þátt 7 piltar og fjórar stúlkur. Keppnin fór fram óháð kynjum, en veittir voru bikarar fyrir sigurverara pilta og stúlkna.

Í úrslitakeppni sigraði Emil Sigurðsson, Grunnskóla Bláskógabyggðar í piltaflokki, en Haukur Hjaltason úr Hvolsskóla varð í öðru sæti. Íris Kristjana Stefánsdóttir úr Grunnskóla Bláskógabyggðar varð efst stúlkna.

Hitann og þungan af undirbúningi ML-dagsins báru þau Gríma Guðmundsdóttir, námsráðgjafi og Ólafur Guðmundsson, íþróttakennari. Þá hvíldi mikið á Sveini R. Jónssyni, bryta og hans fólki við að halda utan um máltíðir fyrir allan mannfjöldann.

pms